Heimasíða Nýju Avalon miðstöðvarinnar hefur verið uppfærð og fengið nýtt útlit. Endilega skoðið síðuna, m.a. fréttir og myndasíður allt frá stofnun miðstöðvarinnar.
-
Velkomin á heimasíðu
Gestir Nýju Avalon miðstöðvarinnar þetta haustið eru þau Arjuna Govinda frá Ástralíu og Dorthe Klar frá Danmörku. Þau standa fyrir notalegum kvöldtónleikum 5. október kl 19 þar sem þau flytja tónlist frá hjartanu. Tónlistin er úr ýmsum áttum meðal annars möntrusöngur, innblásin lög og íhugunartónlist. Þau flytja söngva sem tengja hlustendur við andann, gleðina og innri frið. Aðgangur er ókeypis.
Í tilefni þess að 70 ár verða liðin frá fæðingu Ananda Tara Shan þann 25. september 2016 verður hátíðardagskrá í Nýju Avalon miðstöðinni dagana 24.-26. september.
LAUGARDAGUR 24. sept. kl. 10 – 13:00
Helgistjórnin, Mannkynið: einstaklingurinn og heildin, Örlög jarðar, Englar og geimverur
SUNNUDAGUR 25. sept. kl. 10:15
MÁNUDAGUR 26. sept. kl. 19:00
Dagskráin er opin og aðgangur er ókeypis.
Dagana 21. til 23. apríl verða árlegir kyrrðardagar á Sólheimum.
Gestir á Kyrrðardögum að þessu sinni eru Shri Pauli T. Pallesen alþjóðaforseti The Theosophical Fellowship og sonur hans tónskáldið Benjamin De Murashkin. Shri Pauli mun halda erindi byggt á kennslu Anöndu Töru Shan og Benjamin verður með píanótónleika í kirkjunni þar sem hann leikur af fingrum fram (improviserar). Er þetta í fjórða sinn sem Benjamin heldur tónleika á Wesak dögum. Þátttakendur skrái sig í Nýju Avalon miðstöðinni.
Regnbogaheilunarhringur á morgun kl. 17:00. Í hringnum er unnið með heilunarljós Hjartaflæðis. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Dagana 1. til 3. maí verða Kyrrðardagar á Sólheimum í Grímsnesi. Dagarnir eru haldnir í tilefni af Wesakhátíðinni sem fram fer ár hvert á fullu tungi í nautsmerki. Hátíðin er ein af þremur stórhátíðum á fullu tungli að vori, um páska, Wasak á fullu tungli í nautsmerki og á fullu tungli í tvíburamerki.
Auk hugleiðslna, fyrirlestra og samveru bæði úti og inni mun tónskáldið Benjamin de Murashkin flytja eigin verk á píanóið í kirkjunni og improvisera.
Þátttöku þarf að staðfesta fyrir 15. apríl. Sömuleiðis þarf að staðfesta gistingu fyrir þann tíma. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir þá sem kaupa gistingu annars kr. 5.000.-
Fyrirlesturinn Örlög jarðar er á dagskrá í Nýju Avalon miðstöðinni 23. október kl. 19:30. Eldey Huld Jónsdóttir er með þennan fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis.
Arjuna Govinda frá Ástralíu og Lawrence Lindhardt Christensen verða með tónleika í Nýju Avalon miðstöðinni fimmtudaginn 2. október nk. kl. 19. Þeir munu spila eigin tónsmíðar og annarra. Tónlist sem upplyftir og veitir innblástur. Þeir tileinka tónlist sínu hinu guðdómlega ljósi sem leiðir okkar áfram á hinum andlega vegi. Aðgangseyrir kr. 1.500.
Kyrrðardagar í aðdraganda Wesak verða haldnir á Sólheimum í Grímsnesi 9. til 11. maí. Gestur kyrrðardaga verður tónskáldið Benjamín De Murashkin frá Ástralíu og mun hann halda tónleika í Sólheimakirkju. Kyrrðardagar eru að þessu sinni ætlaðir félagsmönnum og Vinum (styrktarmeðlimum) Nýju Avalon miðstöðvarinnar. Staðfesta þarf þátttöku fyrir 1. maí. Verð fyrir gistingu er kr. 12.000. Verð fyrir kvöldmat föstudag og laugardag verður auglýst síðar.
Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 19:30 verður Eldey Huld Jónsdóttir með fyrirlestur um ævi og störf Hildegaard von Bingen í Nýju Avalon miðstöðinni. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Fyrirlestrar
Í tilefni af útkomu samnefndra bóka verður Eldey Huld Jónsdóttir með fyrirlestrana Karmalögmálið, lögmál orsaka og afleiðinga fimmtudaginn 4. apríl kl. 19:30 og Lögmál endurholdgunar, þróun mannsins fimmtudaginn 18. apríl kl. 19:30 í Nýju Avalon miðstöðinni. Verð kr. 700.- á hvort kvöld.
Jan Ruben og Martin Binderup frá Danmörku verða með námskeið laugardaginn 3. nóvember kl. 10 - 16:30 þar sem þeir kynna "andlegt verkefni" sem miðar að því að þroska hjartaeiginleika, svo þátttakendur geti lifað í meiri sátt við sál sína og anda. Markmiðið er að kenna þátttakendum að hlusta á sitt innra andlega hjarta; að hlusta á hina innri þögn og finna hjartaeiginleika, sem getur virkað sem lyftistöng í lífi þeirra. Kenning þeirra er sú að sérhver manneskja hefur einn eða fleiri hjartaeiginleika sem eru einstakir og séu þeir virkjaðir í daglega lífinu gerir það viðkomandi kraftmeiri, jákvæðari og meira skapandi. Aðgangseyrir kr. 6.000.
Eldri fréttir
-
Konsert með Asher Quinn (Asha)
-
Wesakskóli að Sólheimum í Grímsnesi
-
Iceland Renewal Journey
-
Heilun jarðar í verki
-
Mandala sound-resonance
-
Lifandi orð
-
Heart for change - 2012
-
Geislarnir sjö
-
Þjónusta í Reykjanesbæ
-
Mikilvægi fyrirgefningar og sátta
-
Plánetuhugleiðslur
-
Námskeiðið Jesú og Magdalena
-
Ananda Tara Shan - minning
-
Tveir nýir bæklingar
-
Lifandi orð
-
Kirkja hins upprisna lífs stofnuð á Íslandi