Fyrsta námskeiðið af fjórum í röð Hjartaflæði námskeiða þar sem kennd er hugleiðsluiðkun og notkun mantra verður laugardagana 15. og 22. nóvember frá 10-13 og þriðudaginn 25. nóvember kl. 20-22. Möntruiðkun er ævagömul aðferð til að breyta aðstæðum í lífi fólks og til að ná fram betri andlegri, tilfinningalegri og líkamlegri líðan. Þær eru nauðsynlegur hluti af daglegri andlegri iðkun. Með hugleiðsluiðkun má fá fram betri stjórn á hugsunum, tilfinningum og öllu atferli. Hugleiðsluiðkun örvar sambandið við sálina og þar með andlegan þroska okkar. Á námskeiðinu verður kennd undirstöðuatriði hugleiðsluiðkunar og Udhana hugleiðslukerfi Guðspekisamtakanna kynnt. Kennari er Eldey Huld Jónsdóttir. Verð kr. 2.000.-
Velkomin á heimasíðu
Guðspekisamtakanna í Reykjavík,
Nýju Avalon miðstöðvarinnar
Guðspekisamtakanna í Reykjavík,
Nýju Avalon miðstöðvarinnar