Á vegum Norræna heilunarskólans verður dagskrá í Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí 1985 kl. 20. Um er að ræða tvo fyrirlestra sem Jeanne de Murashkin, stofnandi Norræna heilunarskólans og Shan hins Rísandi Ljóss heldur undir yfirskriftinni Hærri og lægri dulskyggni og Vitundarbylting á Vatnsberaöld. Jeanne de Murashkin er dönsk, gift Joav de Murashkin og eiga þau fjögur börn. Hún hefur um árabil staðið fyrir andlegri starfsemi meðal annars undir merkjum Norræna heilunarskólans í Danmörku en býr nú ásamt eiginmanni og samstarfsfólki í Ástralíu þar sem hún starfar við heilunar og kennslu í andlegum málum ásamt því að veita einstaklingum innsæislestur.
Velkomin á heimasíðu
Guðspekisamtakanna í Reykjavík,
Nýju Avalon miðstöðvarinnar
Guðspekisamtakanna í Reykjavík,
Nýju Avalon miðstöðvarinnar