Út eru komnar á geisladiskum plánetuhugleiðslur úr bókinni 17 þrep til fullkomnunar. 17 þrep til fullkomnunar ásamt Logaæfingunni mynda Shan hugleiðslukerfið sem Meistarar Helgistjórnarinnar hafa miðlað í gegnum Ananda Tara Shan. 17 þrepin samanstanda af 16 plánetuhugleiðslum og hugleiðslunum "Hrynjanda alheimsins" og "Eyðimörkin". Hver plánetuhugleiðsla felur í sér þrjá jákvæða eiginleika og samtals standa hugleiðslurnar fyrir 49 dyggðir sem nauðsynlegar eru að tileinka sér til að ná fullkomnun. Mælt er með því að hugleiða á sömu plánetuna daglega 2-4 vikur í senn. Við val á plánetuhugleiðslu er hægt að fylgja röð þrepanna og nota "Eyðimörkina" til hvíldar þegar þess er þörf. Einnig er hægt að velja hugleiðslu út frá eiginleikum plánetanna, þ.e. hvaða eiginleika viðkomandi vill vinna með, eða jafnvel nota þær út frá stjörnukorti sínu. Geisladiskarnir eru níu og eru tvær hugleiðslur á hverjum. Hugleiðslurnar eru frá 1. þrepi til 17. þreps; Hrynjandi Alheimsins, Sólin, Tunglið, Júpíter, Jörðin, Merkúr, Venus, Neptúnus, Satúrnus, Mars, Vúlkan, Plútó, Úranus, Vega, Minerva, Síríus, Ceres auk Eyðimerkuræfingarinnar. Einn diskur með tveimur hugleiðslum kostar kr. 1.600.- Settið með níu diskum kostar kr. 11.700.-