Hugleiðslunámskeið verður laugardaginn 21. október kl. 10 - 15 ásamt framhaldi þriðjudaginn 31. október kl. 20. Kennd verða grunnatriði hugleiðslutækni og sjálfsvernd auk þess sem hugleiðslukerfi Guðspekisamtakanna er kynnt. Leiðbeinandi er Eldey Huld Jónsdóttir. Þátttökugjald er kr. 1.500.
-
Velkomin á heimasíðu
Helgina 23. til 25. verður fjölskylduferð í Mýrdalinn. Systurnar Guðrún og Guðbjörg eiga sumarhús á landi fjölskyldunnar í Reynishverfi. Þátttakendur geta gist í tjöldum eða fengið inni í húsi á staðnum. Markmiðið er samvera auk þess sem þjónusta verður á sunnudagsmorgninum. Áhugasamir skrái sig sem fyrst.
Gestur Guðspekisamtakanna á þessari önn er Tara Govinda Rose sálfræðingur, kennari og andlegur heilari frá Ástralíu sem einnig var með námskeið hér á síðasta ári. Hún verður með tvö námskeið helgina 27. og 28. maí og laugardaginn 10. júní. Einnig verður hún með fyrirlestrana Gullgerðarlist á nýöld fimmtud. 1. júní kl. 20, Messíasarkomplexinn fimmtud. 8. júní kl. 20 og Svipting tálvona þriðjud. 13. júní kl. 20. Að auki verður Tara með einkatíma í andlegri heilun og regression. Skráning í miðstöðinni.
Laugardaginn 4. mars verður Jan Ruben með námskeiðið Dulrænir og sálrænir hæfileikar. Farið verður m.a. í eftirfarandi efni:
* Æðri og lægri dulskynjun
* Hvernig skynjar maður/gerir greinarmun?
* Dulskynjun, nýr áhrifavaldur?
* Óviljandi opnun inn á innri svið
* Geðveiki eða hjálp?
* Spurningar frá þátttakendum varðandi efnið
Skráning er hafin, Námskeiðsgjald er kr. 2.500.
Tara Govinda Rose ástralskur sálfræðingur og heilari verður gestur miðstöðvarinnar dagana 25. maí til 13. júní. Tara er sálfræðingur og kennari með þjálfun í ráðgjöf og andlegri heilun. Frá árinu 1983 hefur hún í starfi sínu sameinað guðspeki og sálfræði og hjálpað fólki til að sameina hin andlegu og sálfænu svið. Tara verður með eftirfarnandi dagskrá:
Fimmtud. 26. maí kl. 20 fyrirlestur Tungumál hjartans
Helgin 28. - 29. maí námskeið Opnun hjartans
Fimmtud. 2. júní kl. 20 fyrirlestur Hinn sýnilegi og ósýnilegi maður.
Fimmtud. 9. júní kl. 20 fyrirlestur Undivitundin og draumar, byggt á kenningum Jung.
Helgin 11. - 12. júní námskeið um reiði og reiðistjórnun.
Skráning er í miðstöðinni. Þátttökugjald er kr. 400 á fyrirlestur og 6000 kr fyrir helgarnámskeið.
Á aðalfundi Íslenska heilunarfélagsins 7. maí 1991 var ákveðið að Íslenska heilunarfélagið sem stofnað var í október 1987, og hefur haft það að aðalhlutverki að reka Norræna heilunarskólann, var lagt niður og á grunni þess voru Ljósheimar stofnaðir. Ljósheimar eru hluti að alþjóðlegri hreyfingu The Theosophical Fellowship eða Guðspekisamtökin sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu, og eru miðstöð innan samtakanna. Ananda Tara Shan er stofnandi Guðspekisamtakanna. Hún er einnig stofandi Norræna heilunarskólans (Scandinavian healerschool).
Á vegum Norræna heilunarskólans verður dagskrá í Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí 1985 kl. 20. Um er að ræða tvo fyrirlestra sem Jeanne de Murashkin, stofnandi Norræna heilunarskólans og Shan hins Rísandi Ljóss heldur undir yfirskriftinni Hærri og lægri dulskyggni og Vitundarbylting á Vatnsberaöld. Jeanne de Murashkin er dönsk, gift Joav de Murashkin og eiga þau fjögur börn. Hún hefur um árabil staðið fyrir andlegri starfsemi meðal annars undir merkjum Norræna heilunarskólans í Danmörku en býr nú ásamt eiginmanni og samstarfsfólki í Ástralíu þar sem hún starfar við heilunar og kennslu í andlegum málum ásamt því að veita einstaklingum innsæislestur.
Norræni heilunarskólinn var stofnaður í Danmörku árið 1979 af Jeanne de Murashkin (Ananda Tara Shan). Síðan þá hefur skólinn elfst og starfa nú fimm skólar í Danmörku, einn í Finnlandi, einn í Ástralíu og nú hér á landi frá og með 12. janúar 1985. Skólastjóri skólans á Íslandi er Jytta Eiriksson. Markmið skólans er að veita fræðslu um þau efni sem hingað til hafa verið nefnd dulræn ásamt því að kenna heilun. Skólinn leggur áherslu á að nemendur hans öðlist skilning á framþróun sálarinnar, hvernig hún öðlast margþætta reynslu sem hver jarðvist eða endurfæðing hefur í för með sér um leið og hún vex að þroska. Hann leitast við að auka þekkingu nemenda sinna á hinum andlega raunveruleika, og kennir að þeir sem lengst eru komnir á þróunarbrautinni búi yfir ótakmörkuðum velvilja, þekkingu og kærleika, og vinni stöðugt í þágu mannkynsins alls.
Að fornu tíðkaðist sögnin "að heila"í norrænu máli og merkti að bæta, gera einhvern heilan eða lækna. Því hefur verið ákveðið að þýða enska orðið "healing" með heilun og nafnorðið healer með heilari. Enska orðið healing á sér langa sögu og tengist gjarnan náttúrulækningum, orkulækningum og huglækningum.
Eldri fréttir
-
Ný heimasíða Nýju Avalon
-
Arjuna og Dorthe
-
Ananda Tara Shan
-
Kyrrðardagar Sólheimum
-
Regnbogaheilunarhringur
-
Kyrrðardagar Sólheimum
-
Örlög jarðar
-
Songs of Love and Light
-
Kyrrðardagar Sólheimum
-
Hildigaard von Bingen
-
Karma og endurholdgun
-
Eiginleikar hjartans
-
Konsert með Asher Quinn (Asha)
-
Wesakskóli að Sólheimum í Grímsnesi
-
Iceland Renewal Journey
-
Heilun jarðar í verki