Laugardaginn 25. september kl. 10-17 verða félagarnir Jan Ruben, Martin Binderup og Lawrence Lindhardt frá Danmörku með námskeiðið Mikilvægi sátta og fyrirgefningar. Námskeiðið samanstendur af stuttum erindum, æfingum og hugleiðslum auk þess sem Lawrence leikur undir söng. Þeir félagar hafa unnið saman í Guðspekisamtökunum í Danmörku áratugum saman og hafa verið hér áður með dagskrá í Nýju Avalon miðstöðinni.