Bóksala Guðspekisamtakanna
Í Nýju Avalon miðstöðinni er rekin bóksala þar sem hægt er að fá guðspekibækur m.a. eftir Anöndu Töru Shan stofnanda Guðspekisamtakanna og frumkvöðla guðspekinnar þau Blavatsky, Annie Besant, Leadbeater, A. A. Bailey o.fl., Einnig er seldar bækur eftir meðlimi samtakanna Ann Phyllis, Tarajyoti Govinda, Eldey Huld Jónsdóttur og fleiri. Talsvert er til af efni frá höfuðstöðvum samtakanna í Ástralíu , bæklingar eftir stofananda Guðspekisamtakanna Anöndu Töru Shan, tónlist og hugleiðslur á geisladiskum með Anöndu og plánetuhugleiðslur úr bókinni 17 þrep til fullkomnunar sem Eldey Huld leiðir. Kennsluefni, svokölluð Maitreya guðspeki sem Ananda Tara Shan hefur skráð, er selt í bæklingaformi í miðstöðinni en sumt af kennslunni er einnig að finna á heimasíðunni maitreyatheosophy.org og geta áhugasamir lesið það þar eða prentað efnið út án endurgjalds.Hér fyrir neðan getur að líta lista yfir nokkuð af því efni sem er til sölu í bóksölu Nýju Avalon miðstöðvarinnar. Hafir þú áhuga á að kaupa getur þú verslað á staðnum eða haft samband.
Bóksalan er opin eftir dagskrárliði og eftir samkomulagi. Sendið póst á info@nyjaavalon.is. Hægt er að fá frekari upplýsingar um starfsemi Nýju Avalon miðstöðvarinnar hjá Eldeyju Huld í síma 898 4373.
Ananda Tara Shan, efni til sölu:
Bókin: Living Word of the Hierarchy
A6 bæklingar með erindunum: Vegur Hjartans, Hjartaflæði, Hjartaflæði og vinnustaðurinn, Kærleikur, Samúð, Uppstigning, Karma, Hinn heilagi bikar, Öld Maitreya í gegnum hina heilögu Móður, Ljós og starf Guðspekisamtakanna, Reiði og fyrirgefning, Páskar, Asala hátíð góðvilja, Jól og Aðventa. Bæklingarnir fást einnig á ensku og mörg fleiri erindi einnig á ensku.
Kennsla fyrir börn hjartans, A5 bæklingar með erindunum: Von, Herrann Maitreya og Vegur Hjartans, Dauðinn er dyrnar að nýju lífi, Dýrlingar örva starf Guðs og eru útsendarar hans á jörðinni, Vegur guðspekinnar, Greifinn af St. Germain talar og Jesú ávarpar mannkynið og Hópheilun jarðarinnar. Einnig eru margir fleiri bæklingar á ensku s.s. Meditation, The Importance of Meditation, Dharma and Karma, Jesus is the Law of Forgiveness in Action og The Spirit of Resurrection.
Hugleiðslur á geisladiskum: Flame Meditation, White Tara meditation, White Tara heals, Ascension meditation og Jesus meditation.
Eldey Huld Jónsdóttir, efni til sölu:
Hugleiðslu á geisladiskum: Plánetuhugleiðslurnar úr bókinni 17 þrep til fullkomnunar eftir Anöndu Töru Shan. 18 hugleiðslur á 9 diskum.
Bækurnar: Meistarar viskunnar, Helgistjórn jarðar; Heilum af hjartans list; Lögmál endurholdgunar, þróun mannsins; Karmalögmálið, Lögmál orsaka og afleiðinga.